Okkar Markmið

Egill Árnason ehf. leggur áherslu á að veita  viðskiptavinum vandaða þjónustu byggða á áratuga reynslu og mikilli þekkingu starfsfólksins.

Við bjóðum fjölbreytt úrval af hágæða vörum til notkunar innanhúss frá virtustu framleiðendum heims, framúrskarandi þjónustu við arkitekta, verktaka, einstaklinga og alla þá sem eru að velta
fyrir sér lausnum í innanhúss lausnum á gólf, veggi og í loft.

Í sýningarsal okkar á Suðurlandsbraut 20 getur þú skoðað breitt úrval af parketi, flísum, hurðum og fylgihlutum sem henta fyrir heimili og vinnustaði.

Við tökum vel á móti þér og erum tilbúin til að aðstoða við að finna lausnir sem henta þínum þörfum. Verið hjartanlega velkomin.
 
Þjónusta hefur í fjölmörg ár verið eitt af aðalsmerkjum Egils Árnasonar. Það er okkar trú að þjónustan skilji á milli í samkeppni, það er þess vegna sem að við leggjum allt okkar í að veita þér framúrskarandi þjónustu.

Fyrirtækið


Til þess að halda stöðu okkar sem brautryðjendur á þessu sviði höfum við kynnt fjölmargar nýjungar í þjónustu okkar undanfarin ár og við höldum því áfran
 
Af fjölmörgum þjónustuþáttum má nefna.

Útkallsþjónusta fyrir stóra viðskiptavini, verktaka og arkitekta
Stór lager með miklu úrvali.
Tilboðsútreikningar og ráðgjöf um nýtingu efni
Heilir pakkar lánaðir heim til þess að gefa betri mynd af gólfefninu.
Heimkeyrsla á vörum gegn vægu gjaldi.
Tökum til baka það efni sem að er ósagað og endurgreiðum.
Sérpöntunarþjónusta
Og margt fleira

Starfsfólk

Sölumenn

Anton Helgi Steinarsson
Sala | Innkaup
ahs@egillarnason.is
595-0504
822-5385

Arnór Máni Birgisson
Sala
amb@egillarnason.is
595-0507
866-7025

Bjarki Edwardsson
Sala | Hurðir
be@@egillarnason.is
595-0505
777-6564

Halldór Kjartan Þorsteinsson
Sala | Verkefnaumsjón
Verktakar og arkitektar
hkt@egillarnason.is
595-0503
895-9882

Ólafur Þór Ólafsson
Sala | Íþróttafólf
olafur@egillarnason.is
595-0506
867-8024

skrifstofa

Ásgeir Einarsson
Framkvæmdastjóri
ea@egillarnason.is
595-0501
821-1414

Einar Gottskálksson
Forstjóri
eg@egillarnason.is
595-0503

Erla Reynisdóttir
Bókhald
er@egillarnason.is
595-0502

Katrín Ásgeirsdóttir
Bókhald
ka@egillarnason.is
595-0502

Kolbrún Ýr Árnadóttir
Bókhald | Tollskýrslugerð
kya@egillarnason.is
595-0508

Sagan

Egill Árnason

var einn af framsæknustu athafnamönnunum hér á landi um miðbik síðustu aldar. Eftir að hafa stundað ýmis viðskipti á fjórða áratugnum hóf hann innflutning á gegnheilu parketi frá Junckers í Danmörku. Í beinu framhaldi var verslunarfyrirtækið Egill Árnason opinberlega stofnað þann 2. september árið 1934. Reksturinn fór upphaflega fram í heimahúsi stofnandans en fluttist þó fljótlega yfir í Hafnarhúsið við Tryggvagötu. Á löngum ferli hefur starfsemin haft aðsetur á ýmsum stöðum í borginni og má þar nefna Klapparstíg 46, hús Slippfélagsins og Skeifuna 3.

 

 

Fyrirtækið varð strax frá stofnsetningu frumkvöðull á sviði almennrar lagerverslunar hér á landi en fram að þeim tíma höfðu einungis tíðkast sérpantanir erlendis frá. Samhliða parketinu var einnig flutt inn töluvert af þakjárni, kambstáli, girðingarefni sem og öðrum járn- og stálvörum. Þrátt fyrir mikið vöruúrval varð þróunin á þann veg að fyrirtækið tók að sérhæfa sig í innflutningi og sölu á vönduðum viðarvörum víðs vegar að úr heiminum. Árið 1954 setti Egill Árnason, fyrstur allra, á markað samlímt og krosslímt parket.

Egill Árnason ehf hafur tekið þátt í mörgum af mikilvægustu byggingum landsins og má þar nefna, Perluna í Öskjuhlíð, gólfefni í Seðlabanka Íslands, Grósku hugmyndahús, Apótek veitingahús, höfuðstöðvar KGMB Borgartúni, Íslenska erfaðgreiningu, höfuðstöðvar Price Waterhouse Coopers og svo mætti lengi telja. Til viðbótar má nefna að Egill Árnason klæðir einnig fjölmörg íþróttagólf á landinu.

Egill Árnason ehf gerir sér far um að eiga gott og náið samstarf við arkitekta og stærstu byggingaverktaka landsins með parket, hurðir og flísar. Reynt er að uppfylla allar þeirra kröfur með greinargóðri upplýsingaráðgjöf og aðstoð við efnisval.

Íslendingar gera miklar kröfur til híbýla sinna og því hefur Egill Árnason ehf ávallt lagt kapp á að vera með vandaða vöru og bestu fáanlegu merkin í hverjum vöruflokki fyrir sig. Auk þess er sérstaklega mikið lagt upp úr hagstæðu verði og þjónustulund og segir tryggð dyggra viðskiptavina til margra ára meira en mörg orð um slíkt.

Back to Top
Product has been added to your cart