Íþróttagólf frá Junckers
Junckers er heimsþekkt fyrir harðviðaríþróttagólfin sín. Gólfefnin eru forunnin í verksmiðju þeirra og meðhöndluð með Junckers lakki þannig að þau eru tilbúin til notkunar strax eftir uppsetningu.
Körfuboltagolf
Opinber samstarfsaðili FIBA. Junckers gólf eru notuð bæði á Ólympíuleikum & Heimsmeistaramótum
Fjölnota gólf
Fjölnota gólff fyrir allar íþróttaiðkanir
Líkamsræktargólf
Harðviðargólf fyrir öryggi og seiglu
Dansgólf
Opinber birgi fyrir Dancing With The Stars
Gólf fyrir heimarækt
Auðvelt og snyrtilegt í uppsetningu
Skvassgólf
Viðurkennd af WSF, SRA og England Squash
Landhokkígólf
Hágæða trégólf fyrir landhokkí
Blakgólf
Fyrstaflokks gólf fyrir blakvelli
Handboltagolf
Hágæða gólf fyrir handbolta
Badmintongólf
Viðurkennd af Alþjóðabadmintonsambandinu (BWF)
Junckers stendur fyrir framúrskarandi gæðum og fyrsta flokks handverki. Við leggjum mikinn metnað í að allar okkar vörur og þjónustur uppfylli strangar kröfur og staðla viðskiptavina.
Samstarfsaðilar og vottanir
AUÐVELD AÐ LEGGJA
Íþróttagólf Junckers eru framleidd í stöðluðum 3700 mm longum plönkum. Allir plankar eru með nót og tappa-samskeytum sem hjálpa til við að gera uppsetninguna bæði fljótlega og þægilega.
TILBÚIN STRAX EFTIR UPPSETNINGU
Gólfefnin eru forunnin í verksmiðju Junckers og lökkuð með slitsterku lakki, sem tryggir að þau séu tilbúin til notkunar um leið og uppsetningu lýkur.
STÖÐUG OG ENDINGARGÓÐ
Beyki- og hlynsgólf Junckers eru pressuþurrkuð með sérstakri aðferð sem Junckers hefur þróað. Þessi aðferð gefur efninu mikinn styrk og stöðugleika. aem gerir að verkum að þau þola mikla og langvarandi notkun án þess að tapa gæðum sín.
YFIRBORÐ SEM STENST ÁLAG
Yfirborð Junckers íþróttagólfa er lakkað með mörgum lögum af sérstöku slitsterku pólýúretan lakki. Þetta skapar endingargott yfirborð sem heldur bæði útliti og gæðum til lengri tíma.
LANGUR LÍFTÍMI OG LÍTIÐ VIÐHALD
Junckers gólfin eru hönnuð til að vera auðveld í umhirðu og viðhaldi. Fyrir daglegt viðhald er nægilegt að sópa eða nota skúringavél með lágmarksmagni af vatni. Síðan til að hámarka endingu gólfsins mælum við með að reglulega létt matta þau og og síðan endurlakka þau
Íþróttagólf víðs vegar að úr heiminum
Óviðjafnanleg ending með náttúrulegri áferð
Harðviðargólf skara fram úr þegar kemur að styrk og endingu. Þau eru þekkt fyrir styrk sinn og þol, sem gerir þau að kjörnum kosti fyrir íþróttir þar sem mikið álag og snörp átök einkenna leikinn. Viðurinn veitir náttúrulega og þægilega tilfinningu undir fótum, sem er ein helsta ástæðan fyrir vinsældum harðviðargólfa í körfubolta, dansi og líkamsrækt.
Sveigjanleg hönnun og fagurt útlit
Harðviðargólf er hægt að meðhöndla á margvíslegan hátt og aðlaga að ólíkum íþróttum og aðstæðum. Viðurinn bætir rýminu hlýju og náttúrulegu yfirbragði sem gerir íþróttaaðstöðuna aðlaðandi.
Junckers íþróttagólf eru hönnuð til að vera einföld í daglegri umhirðu og endurnýjun. Í daglegu viðhaldi nægir að sópa eða nota hreinsivél með litlu vatnsmagni.
Öryggi og gæði íþróttagólfa
Staðlarnir hér fyrir neðan taka fyrir öryggis og tæknilega eiginleika íþróttagólfa. Þeir skilgreina helstu lykilþætti sem ráða gæðum og frammistöðu

Núningur
Rétt núningsgildi er mikilvægt þegar íþróttamenn hreyfa sig hratt á gólfinu, og hið fullkomna núningsgildi er á bilinu 80-110. Núningsgildi undir 80 gerir gólfið of slétt, en yfir 110 gerir það of gróft.

Veltiálag
Mikilvægt er að gólfið þoli vel veltiálag, til dæmis þar sem notaðir eru kerrur eða færanleg sæti. Prófunarniðurstöður sýna hvort gólfið þoli veltiálag upp á 1.500 N (um það bil 150 kg).

Lóðrétt aflögun
Geta gólfsins til að taka við höggi ræðst af hæfni þess til að sveigjast þegar það verður fyrir kraftmiklu álagi. Prófunarniðurstöður sýna lóðrétta aflögun gólfsins í mm þegar það verður fyrir álagi sem samsvarar léttum skokkum.

Höggdeyfing
Höggdeyfandi gólf dregur úr hættu á meiðslum. í prófunum er mælt hversu hátt hlutfall af höggorkunni gólfið dregur í sig við lendingu úr stökkum.

Endurkast bolta
Gott endurkast bolta eykur stjórn á boltanum og hraða leiksins. Prófunarniðurstöður sýna endurkast gólfsins sem hlutfall af endurkasti mældu á steyptu gólfi.
Prófunaráætlun Junckers
Þrátt fyrir góðan ásetning Evrópu staðalsins inniheldur hann engar kröfur um styrk og endingargetu íþróttagólfa. Því hefur Junckers ákveðið að framkvæma eigin prófanir til að staðfesta þessa eiginleika.
Þolpróf
Þetta próf er framkvæmt á öllum Junckers gólfum í flokk A4. Gólfið verður fyrir röð, kraftmikilla staðbundinna högga upp á 3 kN (um það bil 300 kg) að lágmarki 100.000 sinnum, sem líkir á skilvirkan hátt eftir 25 ára eðlilegri notkun.
Þolpróf
Kröfur um getu gólfsins til að þola staðbundið álag geta aukist verulega þegar íþróttagólf eru notuð fyrir sýningar, tónleika og stærri íþróttaviðburði, þar sem færanleg sæti eru flutt yfir gólfið. Þessar kröfur eru einfaldlega ekki teknar til greina í EN-staðlinum. Því gangast íþróttagólf frá Junckers undir strangar prófanir til að tryggja endingargóð og fjölhæf gólf.